Áheitaganga á hjólaskíðum
Áheitaganga á hjólaskíðum 112 kílómetrar Sauðarkrókur - Siglufjörður - Ólafsfjörður. Sævar Birgisson, íþróttamaður Fjallabyggðar, stefnir
á að keppa í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum 2014 í Sochi í Rússlandi.
Það er því löngu tímabært að Fjallabyggð eignist Ólympíufara en Sævar mun helga sig þjálfun og keppni í sinni íþrótt á komandi misserum með þetta markmið að leiðarljósi. Til þess að það gangi upp þarf hann stuðning.
Sævar ætlar að ganga á hjólaskíðum frá Sauðárkróki gegnum Siglufjörð og enda á Ólafsfirði þann 18. ágúst n.k. Vegalengdin samsvarar samanlagðri vegalengd allra skíðagöngukeppna á næstu Ólympíuleikum. Sævar byrjar gönguna kl. 09.00 á Sauðárkróki og ætti því að vera á Siglufirði um miðjan dag.
Gengið verður í hús og fyrirtæki í Fjallabyggð í vikunni á undan og safnað áheitum. Opnaður hefur verið áheitareikningur: Nr. 1127-05-402247, kt: 150288-2319.
Þess má geta að Sævar er hálfur Siglfirðingur. Amma hans
Sóley Anna Þorkelsdóttir býr á Sigló og afi hans var Gunnar Guðmundsson
fyrrum skíðakappi.
Hægt er að fylgjast með Sævari á heimasíðu hans.
Texti og mynd: Aðsend
Athugasemdir