Áheitaganga á hjólaskíðum

Áheitaganga á hjólaskíðum Áheitaganga á hjólaskíðum 112 kílómetrar Sauðarkrókur - Siglufjörður - Ólafsfjörður. Sævar Birgisson, íþróttamaður

Fréttir

Áheitaganga á hjólaskíðum

Sævar Birgisson
Sævar Birgisson

Áheitaganga á hjólaskíðum 112 kílómetrar Sauðarkrókur - Siglufjörður - Ólafsfjörður. Sævar Birgisson, íþróttamaður Fjallabyggðar, stefnir á að keppa í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum 2014 í Sochi í Rússlandi.

Þá verða liðin 50 ár frá því að Siglfirðingar kepptu síðast á Olympíuleikum en það voru þeir Birgir Guðlaugsson og Þórhallur Sveinsson sem kepptu á leikunum í Innsbruck árið 1964.

Það er því löngu tímabært að Fjallabyggð eignist Ólympíufara en Sævar mun helga sig þjálfun og keppni í sinni íþrótt á komandi misserum með þetta markmið að leiðarljósi. Til þess að það gangi upp þarf hann stuðning.

Sævar ætlar að ganga á hjólaskíðum frá Sauðárkróki gegnum Siglufjörð og enda á Ólafsfirði þann 18. ágúst n.k.  Vegalengdin samsvarar samanlagðri vegalengd allra skíðagöngukeppna á næstu Ólympíuleikum.  Sævar byrjar gönguna kl. 09.00 á Sauðárkróki og ætti því að vera á Siglufirði um miðjan dag.

Gengið verður í hús og fyrirtæki í Fjallabyggð í vikunni á undan og safnað áheitum. Opnaður hefur verið áheitareikningur: Nr. 1127-05-402247, kt: 150288-2319.

Þess má geta að Sævar er hálfur Siglfirðingur. Amma hans Sóley Anna Þorkelsdóttir býr á Sigló og afi hans var Gunnar Guðmundsson fyrrum skíðakappi.

Hægt er að fylgjast með Sævari á heimasíðu hans.

http://www.sbirgisson.com./

Texti og mynd: Aðsend


Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst