Áhöfnin á Húna verður með tónleika á Sigló í kvöld kl.20
sksiglo.is | Almennt | 19.07.2013 | 10:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 405 | Athugasemdir ( )
Áhöfnin á Húna verður með tónleika í dag Föstudaginn
19. júlí.
Tónleikarnir fara fram við Hafnarbryggjuna klukkan 20:00
Nú er um að gera fyrir alla Fjallbyggðinga að skella sér á
tónleika og styrkja gott málefni. Ágóði af sölu á tónleikana rennur til styrktar björgunarsveitanna.
Tilkynning frá bæjarstjóra.
Húni II kemur föstudaginn 19. júlí 2013
Ágætu íbúar Fjallabyggðar
Föstudaginn 19.07.2013 mun Húni II sigla inn á Siglufjörð
Ég vil hvetja bæjarbúa og gesti þeirra til að taka vel á móti
áhöfninni eftir frægðarför um helstu hafnir landsins.
Við íbúar Fjallabyggðar ætlum að taka vel á móti
frábærum gestum og verður Síldargengið m.a. á svæðinu.
Gera má ráð fyrir óvæntu atriði á Hafnarbryggjunni og er
skorað á íbúa að fjölmenna á bryggjuna kl. 14.30.
Um kvöldið verða tónleikar sem engin lætur framhjá sér fara.
Styrkjum gott málefni.
Með góðum kveðjum og góða helgi.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
Athugasemdir