Álftirnar komnar.

Álftirnar komnar. Í gær voru álftirnar „okkar“ komnar á Langeyrartjörn. Þar er óðal þeirra og á hólmanum hafa þær síðustu fjögur vor hlaðið sér dyngju og

Fréttir

Álftirnar komnar.

Myndin tekin  2. apríl kl. 19:00
Myndin tekin 2. apríl kl. 19:00
Í gær voru álftirnar „okkar“ komnar á Langeyrartjörn. Þar er óðal þeirra og á hólmanum hafa þær síðustu fjögur vor hlaðið sér dyngju og verpt með góðum árangri. Skógarþrestirnir voru sennilega degi á undan svönunum að koma sér utan úr löndum þar sem þeir hafa þreyð útlegðina í draumi um endurkomu í vorfjörðinn sinn langt norðan við úthafið.

 

Næstir í röðinni til að láta vetrardrauminn rætast eru sennilega hinir umdeildu og heldur óvinsælu hettumávar. Svo koma endurnar, duggönd, skúfönd, urtönd og rauðhöfði. Þá mýravaðararnir, stelkur, jaðrakan, hrossagaukur, óðinshani og lóuþræll. Heiðlóa, sandlóa og spói láta heldur ekki bíða sín. Þótt ekki sé þetta talið í réttri komuröð þá verður krían hér um mánaðamótin apríl og maí og er ekki ósennilegt að einhver hempuklæddur fari að skyggnast eftir þeirri svörtu sem fæddist og ólst upp hér í fyrra. Og loks loks verður spennandi að fylgjast með hvort sá sjaldgæfi og rauðeygði flórgoði verpi á ný.

 


Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst