Álftirnar komnar.
Næstir í röðinni til að láta vetrardrauminn rætast eru sennilega hinir umdeildu og heldur óvinsælu hettumávar. Svo koma endurnar, duggönd, skúfönd, urtönd og rauðhöfði. Þá mýravaðararnir, stelkur, jaðrakan, hrossagaukur, óðinshani og lóuþræll. Heiðlóa, sandlóa og spói láta heldur ekki bíða sín. Þótt ekki sé þetta talið í réttri komuröð þá verður krían hér um mánaðamótin apríl og maí og er ekki ósennilegt að einhver hempuklæddur fari að skyggnast eftir þeirri svörtu sem fæddist og ólst upp hér í fyrra. Og loks loks verður spennandi að fylgjast með hvort sá sjaldgæfi og rauðeygði flórgoði verpi á ný.
Athugasemdir