Alveg hreint meiriháttar Ljóđasetur

Alveg hreint meiriháttar Ljóđasetur Ég leit viđ á Ljóđasetrinu ţriđjudaginn 2. júlí. Ţar var Sigurđur Pálsson rithöfundur ađ lesa upp úr verkum sínum.

Fréttir

Alveg hreint meiriháttar Ljóđasetur

Ég leit við á Ljóðasetrinu þriðjudaginn 2. júlí. 

 
Þar var Sigurður Pálsson rithöfundur að lesa upp úr verkum sínum. 
 
Ef ég á að segja alveg 100% satt frá þá hef ég nú ekki alveg verið duglegasti maðurinn að sækja svona ljóða og bóka lestur. Ég hélt satt að segja að þetta væri í flestum en þó ekki öllum tilfellum eitthvað alveg hreint hrútleiðinlegt, yfirborðskennt menningarfræðilegt snobb upp eða niður á við.
 
 Eitthvað sem einmana einstaklingar eða hjón sem eru komin með hundleið á hvort öðru og uppvaskinu sækja. Ég veit ekki hvað ég er oft búin að hugsa með mér þegar mér fannst tengdamóðir mín og Ólöf unnusta mín sækja hvern menningarsnobb viðburðinn á fætur öðrum  "það hlýtur bara að vera svona hrútleiðinlegt heima hjá þessu fólki (og þar af leiðandi heima hjá mér líka) að það fer meira að segja að hlusta á ljóðalestur og upplestur úr bókum, sem jafnvel væri hægt að hlusta á á hljóðbók því þá gæti maður sloppið við það að lesa þetta allt saman og bara hlustað. Og jafnvel dottað aðeins yfir því líka". 
 
 
En svona geta fordómar sem yfirleitt eða alltaf eru fáfræði villt um fyrir manni. Jafnvel svona fluggáfuðum og menningarlega sinnuðum manni eins og mér, og þá dreg ég frekar úr en hitt.
 
En þetta kom mér ansi hreint skemmtilega á óvart og ég hafði virkilega gaman af því sem hann var að lesa upp. Sigurður er að mínu mati skemmtilegur penni og hefur að því mér finnst góðan húmor sem hann kemur vel til skila og ég veit ekki hvernig ég á að orða þetta en mig langar að segja "skemmtilegan lesanda" sem gæti örugglega verið orðað einhvernveginn öðruvísi en ég ætla að orða það svona.
 
Ég á pottþétt eftir að sækja meiri skemmtun á Ljóðasetur Íslands í framtíðinni.
 
Einnig vil ég persónulega taka það fram að Þórarinn Hannesson á heiður skilið fyrir að byggja upp og halda þessu Ljóðasetri gangandi.
 
ÁFRAM TÓTI!! Þú ert magnaður!! 
 
ljóðasetur
 
ljoðasetur
 
ljoðasetur
 
ljoðasetur
 
ljoðasetur
 
ljoðasetur

Athugasemdir

03.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst