Ályktun trúnaðarmannafundar Einingar-Iðju

Ályktun trúnaðarmannafundar Einingar-Iðju Trúnaðarmannafundur Einingar-Iðju, haldinn föstudaginn 5. nóvember 2010, mótmælir harðlega aðför að

Fréttir

Ályktun trúnaðarmannafundar Einingar-Iðju

Trúnaðarmannafundur Einingar-Iðju, haldinn föstudaginn 5. nóvember 2010, mótmælir harðlega aðför að Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar og fækkun á hjúkrunarrýmum hjá öldrunarstofnunum Akureyrarbæjar sem fyrirhuguð er samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2011.

 

Með skerðingu hjá Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar er vegið að grunnstoðum byggðar á svæðinu. Sjálfsögð mannréttindi eru að heilbrigðisstofnanir séu sem næst þeim sem nýta og treysta á þjónustuna. Óöryggið stuðlar að því að fólk flytji í burtu. Þessi niðurskurður mun fækka starfsfólki og kippa grundvelli undan fjölda heimila í Fjallabyggð.

Ennfremur mótmælir fundurinn þeirri aðför að öldrunarstofnunum Akureyrarbæjar sem áðurnefnt frumvarp er, en það gerir ráð fyrir að fækka hjúkrunarrýmum um alls tíu. Þessi niðurskurður kemur verulega á óvart þar sem öldrunarstofnanirnar hafa fullnýtt hjúkrunarrými sín á undanförnum árum og neyðarástand ríkir víða á heimilum þar sem aldraðir komast ekki í hjúkrunarrými.

Þetta mun fækka verulega starfsmönnum þessara stofnana. Í auknu atvinnuleysi og mikilli óvissu um stöðu atvinnumála er óskiljanlegt að ríkið skuli ráðast á starfsfólk og heimilismenn þessara stofnana.

Fundurinn trúir því ekki að þingmenn þessa kjördæmis láti það viðgangast að lífskjör á Eyjafjarðarsvæðinu séu skert með þessum hætti.

Fundurinn krefst þess að þessi niðurskurður verði endurskoðaður og tekinn til baka.


Athugasemdir

18.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst