Árás á þann gamla
sksiglo.is | Almennt | 21.12.2010 | 06:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 230 | Athugasemdir ( )
Um helgina varð gamli vefur Sigló.is fyrir fólskulegri árás tölvuþrjóta og lá að þeim orsökum niðri. Svipar árásin til þess þegar ráðist var á heimsíðu wikileaks á dögunum og hafa þrjótarnir líklega reiknað með að finna hernaðarupplýsingar á þeim gamla.
Er nú unnið að því að kanna hver skaðinn varð af árásinni en vonast er til þess að hann hafi ekki verið mikill. Nú hefur vefurinn verið settur aftur í loftið og komið í veg fyrir frekari skaða.
Athugasemdir