Árleg merking á jaðrökum

Árleg merking á jaðrökum Þriðjudaginn 10. júlí fóru fram hinar árlegu jaðrakamerkingar hér á Siglufirði. Þeim stjórna Bretarnir Peter Potts og Ruth Croger

Fréttir

Árleg merking á jaðrökum

Þriðjudaginn 10. júlí fóru fram hinar árlegu jaðrakamerkingar hér á Siglufirði. Þeim stjórna Bretarnir Peter Potts og Ruth Croger ásamt aðstoðarfólki sínu frá Skotlandi, Írlandi og víðar.

Þau voru mjög ánægð með árangurinn náðu 19 jaðrökum í net sitt í einu skoti og var einn þeirra merktur fyrir. Ýmsar mælingar eru gerðar á fuglunum, stærðir og þyngd ofl. Þau segja að Siglufjörður sé mjög ákjósanlegur til merkinga. Eins og kunnugt er hefur skapast samband milli grunnskólans hér á Siglufirði og skóla í Cork á Írlandi þar sem jaðrakaverkefni hafa verið unnin í sameiningu.

Það leiddi svo til þess að árgangur 1997 fékk viðurkenninguna "Varðliðar umhverfisins" hjá Umhverfisráðuneytinu árið 2009. Tveir nemendur grunnskólans tóku þátt í merkingunum í gær, Eyrún Brynja Valdimarsdóttir sem hefur nokkurra ára reynslu á vettvangi, og Janus Roelfs Þorsteinsson sem merkti sína fyrstu fugla í gær. Tengiliður hinna erlendu fuglamerkingamanna við Siglufjörður frá árinu 2004 hefur verið Guðný Róbertsdóttir, kennari.

Þegar netinu var skotið upp í gær fældist gæsamóðir frá fjórum litlum ungum sínum. Þeir litu hins vegar á aðkomufólkið sem vini sína um sinn og vöppuðu í kringum það dágóða stund og fylgdust með merkingunum áður en þeir hittu mömmu sína á ný.











Grágæsaungar



Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst