Hefja útflutning á bjór til Noregs

Hefja útflutning á bjór til Noregs Hinn íslensk-ættaði Black Death bjór verður seldur í yfir 100 verslunum Vinmonopolet í Noregi. Sló í gegn í blindri

Fréttir

Hefja útflutning á bjór til Noregs

Harbour House Café
Harbour House Café

Hinn íslensk-ættaði Black Death bjór verður seldur í yfir 100 verslunum Vinmonopolet í Noregi. Sló í gegn í blindri bragðprófun. Telja að bjórinn geti höfðað til þungarokks-senunnar í Noregi sem er stór markhópur fyrir bjór.

Norskir bjórunnendur geta keypt bjórinn frá og með 7. Júlí næstkomandi þegar salan hefst formlega, en Black Death er bruggaður í bruggverksmiðju Vífilfells á Akureyri.

Upphaf af þess að norska ríkiseinkasalan (Vinmonopolet) ákvað að taka Black Death til sölu í verslunum sínum var svokallað blindsmakk, þar sem innkaupastjórar og braðgæðingar bragða „blint“ á nýjum bjórtegundum. Bjórinn hlaut einróma lof fyrir gott bragð, en spenningurinn var síst minni fyrir hinum sérstöku umbúðum bjórsins sem að forsvarsmenn innflutningsaðilans í Noregi telja að höfða muni sterkt til fólks sem hlustar á þungarokk. Sá hópur er mjög stór í Noregi og er jafnframt stór markhópur þegar kemur að bjórsölu.

Siglfirðingurinn Valgeir Sigurðsson, eigandi Black Death vörumerkisins, segir samskiptin við norsku áfengiseinkasöluna hafa verið mjög góð og skamman tíma hafi tekið að ganga frá samningi. „Þeir hafa mikla trú á bjórnum, eins og sést á því að hann byrjar í ríflega 100 búðum. Í samanburði þá hefur ÁTVR ekki viljað gefa okkur pláss í nema þremur verslunum hér á landi. Vonandi verður árangurinn í Noregi til þess að þeir endurskoði þá ákvörðun,“ segir Valgeir.

Fyrsta sendingin af bjórnum, sem seldur verður í 33cl dósum, hálfs líters dósum og 25cl flöskum til að byrja með, er nú á leið til Noregs. Nái hann miklum vinsældum í Noregi gæti það hjálpað til við að koma honum í sölu víðar á Norðurlöndunum. Nokkuð sem vafalaus myndi kalla á aukin umsvif í brugghúsi Vífilfells á Akureyri.

Texti: Aðsendur

Mynd: GJS




Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst