Auðar götur
sksiglo.is | Almennt | 10.01.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 558 | Athugasemdir ( )
Það er búið að rigna vel í 3 vikur eða nálægt því á Sigló (óstaðfestar heimildir) eða jafnvel í miklu lengri tíma.
Mér líður allavega eins og að það sé búið að rigna
hérna í allan vetur með örstuttum hléum og er farinn að dauðlanga í snjó til þess að geta nú fengið að nota þennan
blessaða vélsleða sem hún Ólöf lét mig kaupa.
Flestallar götur sem ég keyrði um í gær eru auðar en vanalega hefur
verið hér allt á kafi í snjó á Sigló á þessum tíma eins og mig minnir að þetta hafi oftast verið en það er
hugsanlega alveg kolvitlaust hjá mér. Ég er þannig séð nýkominn heim á Sigló aftur eftir 17 ára dvöl í suðri
þar sem þessi leiðinda-rigningar-suddi er alvanalegur yfir vetrarmánuðina.
Ég get ekki sagt að myndirnar sem eru með þessari umfjöllun séu
upplífgandi og skemmtilegar. Þær eru frekar svona kaldar, grámyglulegar og leiðinlegar flestar en svona var bara veðrið hérna.
En þetta horfir vonandi til betri vegar, það var ögn kaldara og bjartara yfir
í gær og verður vonandi í dag aftur.





Athugasemdir