Badminton
sksiglo.is | Almennt | 08.03.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 421 | Athugasemdir ( )
Í tilefni Vetrarleika UÍF var opið hús í íþrótthahúsinu á Siglufirði laugardaginn 1. mars.
Tennis og Badminton félag Siglufjarðar eða TBS var að kynna Badminton
íþróttina. Fólk fékk að prufa sig aðeins með spaðann og að sjálfsögðu fékk ég að prufa.
Þetta er hörkuskemmtileg íþrótt og fórum við félagarnir
ég og Páll Helgi Baldvinsson létt með að rúlla þeim Elínu Maríu Sigurbjörnsdóttur og Andra Hrannari Einarssyni upp í
tvíliðaleik og unnum við Páll með mjög miklum yfirburðum þó svo að ég segi sjálfur frá.
Við mælum hiklaust með því að fólk reyni sig við
Badminton.
Netið sett upp.
Hér er Baldur Jörgen að spyrja Maríu Jóhanns hvort Badminton sé fyrir alla aldursflokka.
Hér er verið að æfa uppgjafir. (líklega.)
Rósa Dögg kann þetta alveg.



Athugasemdir