Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012 Menningarnefnd hefur valið bæjarlistamann Fjallabyggðar 2012. Fyrir valinu varð Guðrún Þórisdóttir (Garún)

Fréttir

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012

Guðrún Þórisdóttir
Guðrún Þórisdóttir
Menningarnefnd hefur valið bæjarlistamann Fjallabyggðar 2012. Fyrir valinu varð Guðrún Þórisdóttir (Garún) myndlistarkona í Ólafsfirði. Þrjár tilnefningar bárust nefndinni, Guðrún Þórisdóttir, hljómsveitin Roðlaust og beinlaust og Kirkjukór Ólafsfjarðar.

Guðrún útskrifaðist úr Myndlistaskóla Akureyrar árið 1994 í fagurlistadeild og hefur unnið óslitið að list sinni síðan. Hún hefur haldið margar einka- og samsýningar hérlendis og erlendis á undanförnum árum og var gestalistamaður í Gmund Austurríki árið 1996.

Guðrún vinnur að mestu með olíuliti á striga en notast líka við blandaða tækni. Hún rekur Gallerí vinnustofu við Aðalgötu 7 í Ólafsfirði og var með sýningu allt síðastliðið sumar á Hótel Brimnesi í Ólafsfirði.

Útnefning bæjarlistamanns fer fram föstudaginn 20. janúar kl. 17.00 og verður nánar auglýst í Tunnunni. 

Heimasíða: Fjallabyggðar


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst