Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012
Guðrún útskrifaðist úr Myndlistaskóla Akureyrar árið 1994 í fagurlistadeild og hefur unnið óslitið að list sinni síðan. Hún hefur haldið margar einka- og samsýningar hérlendis og erlendis á undanförnum árum og var gestalistamaður í Gmund Austurríki árið 1996.
Guðrún vinnur að mestu með olíuliti á striga en notast líka við blandaða tækni. Hún rekur Gallerí vinnustofu við Aðalgötu 7 í Ólafsfirði og var með sýningu allt síðastliðið sumar á Hótel Brimnesi í Ólafsfirði.
Útnefning bæjarlistamanns fer fram föstudaginn 20. janúar kl. 17.00 og verður nánar auglýst í Tunnunni.
Heimasíða: Fjallabyggðar
Athugasemdir