Bátasmiður til starfa á Síldarminjasafninu
Jón Ragnar Daðason, nýútskrifaður tréskipasmiður, var ráðinn til starfa hjá Síldarminjasafninu nú í byrjun árs. Jón Ragnar er sá eini sem hefur menntað sig á þessu sviði á Íslandi í u.þ.b 30 ár – með sérstöku samstarfi menntamálaráðuneytis og Iðnskólans í Hafnarfirði vari honum gert kleift að stunda námið og ljúka sveinsprófi í desember sl.
Íbúum Fjallabyggðar hefur fjölgað um fimm með komu Jóns Ragnars og fjölskyldu. En þau hjónin eiga tvo unga syni sem voru svo heppnir að fá ömmu sína líka með til Siglufjarðar.
Viðfangsefni Jóns Ragnars verða fjölbreytileg – en sinna þarf viðgerðum og viðhaldi á níu húsum og
tuttugu bátum í eigu safnsins. Jón Ragnar hófst strax handa í Slippnum, við tiltekt og viðgerð á húsinu. Og síðan munu hin
margvíslegustu verkefni á stórri stofnun fylgja í kjölfarið.
Meðfram námi hefur Jón Ragnar unnið í allmörg ár að viðgerð gamalla báta, bæði opinna trillubáta og dekkbáta og
hafa þau störf hans vakið talsverða athygli. Einnig hefur hann á vegum Minjaverndar unnið við endurbyggingu og endurreisn gamalla húsa í
Reykjavík og víðar.
Stjórn Síldarminjasafnsins býður Jón Ragnar velkominn til starfa!
Sjá einnig á vefsíðu Síldarminjasafnsins
Athugasemdir