Fjáröflun hjá KF í dag
Fjáröflun hjá KF í dag miðvikudag 9. maí klukkan 18:00. Allir iðkendur KF taka þátt, bæði yngri flokkar sem og meistaraflokkur félagsins.
Á Siglufirði verður farið í dósasöfnun. Ef fólk sér ekki fram að vera heima um þetta leyti getur það sett dósirnar fyrir utan hús og þær verða teknar af KF.Á Ólafsfirði verður farið í klósettpappírssölu og ef einhverjir missa af sölumönnunum heima fyrir verða þeir á ferðinni frá 18-20 og því hægt að nálgast pappír hjá þeim.
Að fjáröflunum loknum verður pizzaveisla hjá öllum iðkendum KF á Allanum á Siglufirði og á Höllinni á Ólafsfirði. Með þessu langar okkur að heilsa sumrinu og ljúka vetrarstarfinu.
Vonumst til að sjá sem flesta iðkendur KF.
Kveðja, Brynjar
Athugasemdir