Brjóstmynd af séra Bjarna

Brjóstmynd af séra Bjarna Í gær var skrifað undir samning um gerð brjóstmyndar af séra Bjarna Þorsteinssyni og verður henni komið fyrir í haust í

Fréttir

Brjóstmynd af séra Bjarna

Ragnhildur Stefánsdóttir gerir styttuna sem steypt verður í brons í Skotlandi.
Ragnhildur Stefánsdóttir gerir styttuna sem steypt verður í brons í Skotlandi.

Í gær var skrifað undir samning um gerð brjóstmyndar af séra Bjarna Þorsteinssyni og verður henni komið fyrir í haust í námunda við Siglufjarðarkirkju, á litlu torgi sem nefnt hefur verið Bjarnatorg.

Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari er að vinna að gerð brjóstmyndarinnar, Þór Sigmundsson steinsmiður gerir stöpul undir myndina og Fanney Hauksdóttir arkitekt hannar torgið. Arnold Bjarnason, barnabarn séra Bjarna, kostar gerð myndarinnar og Páll Samúelsson kostar gerð torgsins.

Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði, hefur unnið að undirbúningi þessa verkefnis í samvinnu við sóknarnefnd og sóknarprest Siglufjarðarkirkju.

 

Texti og mynd: Jónas Ragnarsson



Athugasemdir

16.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst