Veiðigjald útgerða hækkað úr 650 milljónum í 9 milljarða á sjö árum

Veiðigjald útgerða hækkað úr 650 milljónum í 9 milljarða á sjö árum Veiðigjald, sem lagt er á útgerðir landsins, hefur fimmfaldast á undanförnum árum, úr

Fréttir

Veiðigjald útgerða hækkað úr 650 milljónum í 9 milljarða á sjö árum

Mánaberg ÓF-42
Mánaberg ÓF-42
Veiðigjald, sem lagt er á útgerðir landsins, hefur fimmfaldast á undanförnum árum, úr 649 milljónum króna fiskveiðiárið 2005-2006 í rúmlega 3 milljarða króna fiskveiðiárið 2010-2011.

Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi á yfirstandandi fiskveiðiári hækki um 50% frá því síðasta og verði um 4,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Einars Kristins Guðfinnsonar á Alþingi
  

Veiðigjald á þessu fiskveiðiári hefur verið ákveðið 13,3% af framlegð útgerða. Miðað við óbreyttar forsendur um afla, framlegð og þorskígildisstuðla sem notaðar eru við útreikning á áætluðu veiðigjaldi á þessu fiskveiðiári og boðaða hækkun veiðigjaldsins upp í 27% af framlegð fyrirtækjanna má áætla að veiðigjaldið fiskveiðiárið 2012-2013 verði ríflega 9 milljarðar króna.

„Þessi stórfellda gjaldtaka af útgerðunum, sem allt bendir til að muni hækka fjórtánfalt á aðeins sjö árum, kemur fyrst og fremst til með að veikja landsbyggðina, þar sem langflestar útgerðirnar eru,” segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í Hnífsdal.

„Um 90% allra aflaheimilda eru á landsbyggðinni, þar sem sjávarútvegurinn er víða kjölfestan í atvinnulífinu. Ég veit ekki alveg hvernig þetta rímar við áform stjórnvalda um að efla byggð í landinu en þingmenn stjórnarflokkanna geta vafalítið útskýrt þetta fyrir kjósendum,” segir Einar.

Texti: Karl Eskill Pálsson sjálfstætt starfandi fjölmiðlamaður

Mynd: Heimasíða Ramma




Athugasemdir

31.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst