Bergararnir
sksiglo.is | Almennt | 13.01.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 759 | Athugasemdir ( )
Það er nóg að gera hjá Byggingafélaginu Berg þessa dagana.
Ég þurfti að elta Bergarana út um allan bæ til að ná myndum af
þessum eðalsveinum.
Bjössi Jóns og Skúli Jóhanns voru að setja upp járnhlið við
barnaskólann og hreinlega blésu ekki úr nös við að koma þessu upp.


Steini Jóhanns var svo að snikka eitthvað til í söginni niður á
smíðaverkstæði og að sjálfsögðu tók hann af sér rykgrímuna svo ég næði nú almennilegri mynd af honum.
Skúli Jóns kíkkti þar við en það mátti bara alls ekki taka mynd af honum, ég reyndi nú samt og hljóp á eftir honum um allt
verkstæðið en allt kom fyrir ekki, Skúli lét sko ekki ná sér á tölvukubb.


Svo þurfti ég að renna alla leið suður að Hóli þar sem Sverrir
Jóns, Halli Villa og Leó Passaro voru nýbúnir að skella í sig Jollý Cola, Coke-Cola og Thule Appelsíni (allt í alveg eldgömlum
glerflöskum) í kaffinu en þeir eru að lagfæra allt á milli himins og jarðar þar eftir brunann sem þar varð í oktober
síðastliðnum. Hóll er allur að verða hinn glæsilegasti hjá Strákunum.




Athugasemdir