Bergþór vann myndasamkeppnina

Bergþór vann myndasamkeppnina Jólamynd Bergþórs Morthens var valin besta myndin.

Fréttir

Bergþór vann myndasamkeppnina

Bergþór Morthens m. gjafabréf frá Hannes Boy
Bergþór Morthens m. gjafabréf frá Hannes Boy

Í desember stóð vefurinn siglo.is fyrir samkeppni um bestu jólamyndina frá Fjallabyggð.  Nokkrar myndir bárust í keppnina og voru sex þeirra sýndar hér á vefnum og lesendum gefinn kostur á að velja bestu myndina.  Dómnefnd og lesendur voru alveg sammála um að mynd Bergþórs Morthens væri í fyrsta sæti.

Bergþór fékk í gær afhent gjafabréf upp á þriggja rétta máltíð fyrir tvo á Hannes Boy á Siglufirði.

Bergþór sá tækifæri til að ná þessari mynd, og hafði örfáar mínútur til að taka myndina, því skömmu síðar var orðið aldimmt.  Bergþór hefur ljósmyndun sem "hobby" með myndlistinni og finnst gaman að geta fangað eitt og eitt augnablik með myndavélinni, þegar það tekur oft langan tíma að vinna þá hefðbundnari myndlist sem hann aðhefst mest, "ljósmyndunin er skemmtilega öðruvísi" segir Bergþór.

Um leið og við óskum honum til hamingju viljum við þakka öllum sem tóku þátt að þessu sinni.

Jólamynd eftir Bergþór Morthens

Verðlaunamyndin eftir Bergþór Morthens


Jólamynd eftir Halldór Þormar Halldórsson

Jólamynd eftir Halldór Þormar Halldórsson


Jólamynd eftir Svein Þorsteinsson

Jólamynd eftir Svein Þorsteinsson


Jólamynd eftir Steingrím Kristinsson

Jólamynd eftir Steingrím Kristinsson


Jólamynd eftir Steingrím Kristinsson

Jólamynd eftir Steingrím Kristinsson


Athugasemdir

25.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst