Kvikmyndin Eldfjall var sýnd í Rauðkubíói í kvöld
sksiglo.is | Almennt | 07.10.2011 | 23:30 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 1325 | Athugasemdir ( )
Kvikmyndin Eldfjall var sýnd í
Rauðkubíói í kvöld og brýtur þannig blað í bíósögu Siglufjarðar þar sem
kvikmyndasýningar heyrðu sögunni til fyrir áratug, eða árið 1999. Fullt var á fyrstu sýningu og biðu bíógestir spenntir eftir að sýning hæfist.
Þeir félagar Theodór Júlíusson, aðalleikari, og höfundur og leikstjóri myndarinnar Rúnar Rúnarsson sögðu nokkur orð fyrir sýningu og sögðu frá þeim stöðum sem myndin hefði verið sýnd á og þeim viðurkenningum sem hún hefur hlotið. Teodór Júlíusson sagði að sér hefði verið það mjög kært að myndin yrði sýnd á Siglufirði og var það ákvörðun sem kvikmyndafyrirtækið Zik Zak tók.





Guðný og Steingrímur ráku Nýja Bíó og sýndu margar góðar bíómyndir á þeim tíma





Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Theodór Júlíusson aðalleikari

Ingvar Erlingsson forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, Theodór Júlíusson og Rúnar Rúnarsson.
Texti og myndir: GJS
Þeir félagar Theodór Júlíusson, aðalleikari, og höfundur og leikstjóri myndarinnar Rúnar Rúnarsson sögðu nokkur orð fyrir sýningu og sögðu frá þeim stöðum sem myndin hefði verið sýnd á og þeim viðurkenningum sem hún hefur hlotið. Teodór Júlíusson sagði að sér hefði verið það mjög kært að myndin yrði sýnd á Siglufirði og var það ákvörðun sem kvikmyndafyrirtækið Zik Zak tók.
Guðný og Steingrímur ráku Nýja Bíó og sýndu margar góðar bíómyndir á þeim tíma
Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Theodór Júlíusson aðalleikari
Ingvar Erlingsson forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, Theodór Júlíusson og Rúnar Rúnarsson.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir