Bílabjörgun á Kili

Bílabjörgun á Kili Um kl. 22:00 á laugardagkvöldiđ 5. febrúar s.l. fékk Gunnar Júlíusson beiđni um hjálp frá vetrarferđafélögum sem voru á ferđalagi á

Fréttir

Bílabjörgun á Kili

Ljósm. Benóný Dagur Brynjarsson
Ljósm. Benóný Dagur Brynjarsson

Um kl. 22:00 á laugardagkvöldiđ 5. febrúar s.l. fékk Gunnar Júlíusson beiđni um hjálp frá vetrarferđafélögum sem voru á ferđalagi á Kili. Ein af bifreiđunum í hópnum hafđi fariđ niđur í gegnum ís og á kaf í vatn, upp undir miđja glugga.
Tveir voru í bílnum en sluppu ţeir út um hliđarglugga og upp á ísinn.

Nokkrir bílar voru saman á ţessu ferđalagi  og ţví engin hćtta á ferđum.
Gunnar brá sér í samfesting utan yfir náttfötin, fyllti tanka bílsins og hengdi bílakerruna aftan í sex hjóla trukkinn og snarađi sér af stađ í björgunarleiđangurinn.

Óskar Ólafsson bóndi á Steiná í Svartárdal, sem einnig hefur ferđast međ ţessum félögum, ákvađ ađ leggja einnig hönd á plóg viđ björgunina og tók ýmislegt međ sér til ferđarinnar svo sem keđjusög, planka og fl. og ţeir félagar hittast síđan viđ Húnaver.

Síđan fara ţeir sem leiđ liggur upp Blöndudal og framhjá Blönduvirkjun og upp á Kjöl. Ferđin gekk greiđlega ţví ekki var snjókorn á veginum.

Nokkrum kílómetrum sunnan viđ Seyđisá fer ađ örla á snjó og var ţá bílakerran skilin eftir, og haldiđ áfram.
Kl. 01.30 um nóttina er síđan komiđ á áfangastađ sem er rétt norđan viđ afleggjarann ađ  Beinhól, ţar sem Reynistađarbrćđur báru beinin.

Ađkoman var frekar nöturleg, 8 stiga frost, vestan gjóla og bílinn nánast á kafi í vatni, um ţađ bil 100 metra frá landi. Reynt var međ ýmsum brellibrögđum ađ ná honum upp á ísinn sem gekk ekki, en síđan var ákveđiđ ađ saga rennu í ísinn og ná bílnum ţannig upp.

Eftir tveggja tíma hvíld í bílunum var hafist handa viđ ađ saga.Ísinn var sagađur í fleka og var flekunum ýmist ýtt undir ísskörina eđa fleytt framfyrir bílinn um leiđ og hann var dreginn nćr landi.
Ţađ tók um ţađ bil 6 klukkutíma puđ ađ koma bílnum á ţurrt, og var síđan hafist handa viđ ađ tappa vatni af vél og drifbúnađi.

Bíllinn var síđan dreginn norđur ađ Seyđisá og ţar var hann settur á bílakerruna og fluttur til Blönduóss í upphitađ húsnćđi. En Gunnar kom síđan heim til sín eftir 23 tíma volk í náttfötunum sínum góđu.




Ljósm. Benóný Dagur Brynjarsson.

Ljósm. Benóný Dagur Brynjarsson

Ljósm. Benóný Dagur Brynjarsson

Ljósm. J.V.G.

Ljósm. J.V.G.

Ljósm. J.V.G.

Ljósm. J.V.G.

Ljósm. J. V. G.

Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst