Billinn opnar aftur
Ég leit við á Billanum eitt kvöldið til að taka púlsinn á Ragnari Hanssyni, en Raggi (eins og hann er yfirleitt kallaður, nema þegar verið er að skamma hann) er nýr eigandi Billans.
Raggi er í óðaönn að laga til og endurbæta, með dyggri hjálp félaga og föður. Þó nokkrar breytingar hafa farið fram í eldhúsinu og einnig verða gerðar töluverðar breytingar í sal. Ætlunin er að opna í kvöld, föstudaginn 22 mars, klukkan 18:00 ef allt verður klárt. Við krossleggjum fingur og kíkjum á Billann í kvöld.
Raggi að segja mági sínum hvernig á að sópa.
Þessum sal verður breytt í framtíðinni.
Snókersalurinn. Er ekki hugmynd að stofna snókerklúbb og fá þessa gömlu snillinga til þess að kenna þeim sem ekkert, eða lítið, kunna á snókerinn.
Hansi að græja í Eldhúsinu.
Margar pælingar.
Myndir og texti: Hrólfur Baldursson
Athugasemdir