Bílum úr TM. auglýsingunni skilað
sksiglo.is | Almennt | 25.01.2011 | 15:15 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 936 | Athugasemdir ( )
Bílakallarnir þeir Gunni Júll. og Guðni Sveins. voru að undirbúa flutning á tveimur bílum, sem voru fengnir til að " leika " í TM - Tryggingamiðstöðvar auglýsingunni, sem tekinn var upp hérna í bænum um helgina.
Range Roverinn sem sóttur var inn í Eyjafjörð er árgerð 1982 og gamall Ford Escort líklegast árgerð 1988 var fenginn að láni í gegnum Fordbílaklúbb Akureyrar. Gaman verður svo að sjá hvernig gömlu bílarnir koma til með að standa sig í " hlutverkum " sínum í auglýsingunni, þegar hún verður tilbúin til sýningar í sjónvarpi.
Athugasemdir