Hátíðahöld vegna 150 ára afmælis sr. Bjarna

Hátíðahöld vegna 150 ára afmælis sr. Bjarna Í gær var framhaldið hátíðahöldum vegna 150 ára afmælis sr. Bjarna Þorsteinssonar. Haldið var nokkurs konar

Fréttir

Hátíðahöld vegna 150 ára afmælis sr. Bjarna

Sr.Sigurður Ægisson sóknarprestur
Sr.Sigurður Ægisson sóknarprestur

Í gær var framhaldið hátíðahöldum vegna 150 ára afmælis sr. Bjarna Þorsteinssonar. Haldið var nokkurs konar málþing í Siglufjarðarkirkju þar sem ýmsir aðilar fluttu stutt erindi um afmælisbarnið og lög hans og textar voru sungnir.

Sr. Sigurður Ægisson stjórnaði dagskránni en þeir sem tóku til máls voru:  Bæjarstjórinn Sigurður Valur Ásbjarnarson, Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður og frumkvöðull að Þjóðlagasetri sr.Bjarna, Viðar Hreinsson höfundur að nýrri ævisögu um ævi sr. Bjarna sem kemur út í nóvember, Þórarinn Hannesson sem fjallaði um hagyrðinginn sr. Bjarna og Anita Elefsen sem fjallaði um hver sr. Bjarni væri fyrir ungu fólki.

Á milli atriða var fjöldasöngur, sem Þorsteinn Sveinsson leiddi, við undirleik Ave Tonisson að ógleymdum ungum nemendum við Grunnskóla Fjallabyggðar sem fluttu tvö kvæðalög úr safni sr. Bjarna.

Fjöldi manns sótti þessa dagskrá og að henni lokinni var fjölmennt á Kaffi Rauðku þar sem biðu kaffiveitingar í boði bæjarstjórnar og fyrirtækja. Þar var Örlygur Kristfinnsson með áhugaverða ljósmyndasýningu um líf og störf afmælisbarnsins og í Bláa húsinu hinu megin við götuna voru tvær sýningar. Málverkasýning sem bar heitið: Sr. Bjarni í römmum nokkurra listamanna og ljósmyndasýning frá nemendum í Menntaskólanum við Tröllaskaga.

 


 

Nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar sungu undir stjórn Þorsteins Sveinssonar,undirleikur var í höndum Ave Tonisson

Afe Tonisson og Þorsteinn Sveinsson

Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri í Fjallabyggð

Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður og frumkvöðull að Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar

Viðar Hreinsson rithöfundur að bók um sr. Bjarna

Þórarinn Hannesson fjallaði um hagyrðinginn sr. Bjarna

Anita Elefsen fjallaði um hver sr. Bjarni var fyrir ungu fólki

Boðið í kaffi í Kaffi Rauðku


Veirslustjórinn Örlygur Kristfinnsson


Texti: ÞH

Myndir: GJS


Athugasemdir

05.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst