150 ár frá fæðingu sr. Bjarna Þorsteinssonar

150 ár frá fæðingu sr. Bjarna Þorsteinssonar Um næstu helgi verður haldin hátíð til að minnast 150 ára afmælis hins merka manns Bjarna

Fréttir

150 ár frá fæðingu sr. Bjarna Þorsteinssonar

Bjarni Þorsteinsson
Bjarni Þorsteinsson

Um næstu helgi verður haldin hátíð til að minnast 150 ára afmælis hins merka manns Bjarna Þorsteinssonar.

Bjarni er hinn stóri maður sögu okkar, andlegur og veraldlegur leiðtogi Siglfirðinga um tugi ára, hönnuður bæjarskipulags, tónskáld og síðast en ekki síst, þjóðlagasafnarinn sem bjargaði öðrum fremur þjóðlagaarfi Íslands frá gleymsku og glötun.

Hátíðin er haldin í samvinnu helstu stofnana byggðarlagsins: Fjallabyggðar, Þjóðlagaseturs, Ljóðaseturs, Tónskóla Fjallabyggðar, Menntaskólans á Tröllskaga, Grunnskóla Fjallabyggðar, Leikskóla Fjallabyggðar, Siglufjarðarkirkju og Síldarminjasafnsins.
   

Aðrir stuðningsaðilar:

Aðalbakarinn, Arnold Bjarnason, Berg hf, Bás hf. Geirabakarí, Rammi hf, Rauðka, Sparisjóður Siglufjarðar og Tunnan ehf.

Kirkjutröppur 14. okt kl. 10.00

Fjörtíu skólabörn syngja Kirkjuhvol eftir sr. Bjarna

Hvnneyrarkirkjugarður 14. október kl. 17.00

Vígður nýr minnisvarði á Kirkjuhól – sr. Sigurður Ægisson

Þjóðlagasetur 14. október kl. 20.00

Stofnfundir kvæðamannafélags og þjóðdansafélags í Fjallabyggð  

Siglufjarðarkirkja 15. október kl. 14.00                                                                     

Ávarp og fundarstjórn – Sr. Sigurður Ægisson

Ávarp bæjarstjóra –  Sigurður Valur Ásbjörnsson

Söngur úr Þjóðlagabók sr. Bjarna – nemendur í Grunnskóla og Tónskóla Fjallabyggðar

Líf og störf sr. Bjarna – Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður

Fjöldasöngur – lag sr. Bjarna

Lesið úr nýrri ævisögu sr. Bjarna– Viðar Hreinsson

Óvæntur glaðningur

Fjöldasöngur

Hagyrðingurinn sr. Bjarni – atriði frá Ljóðasetri, Þórarinn Hannesson

Hver er sr. Bjarni fyrir ungu fólki? – Anita Elefsen

Fjöldasöngur – lag sr. Bjarna

Rauðka kl. 15.00

Kaffi og afmælisterta í boði bæjarstjórnar og fyrirtækja

Kvæðasöngur

Úr myndaalbúmi sr. Bjarna – Örlygur Kristfinnsson

Bláahúsið kl. 13.00 – 18.00

Sr. Bjarni í römmum nokkurra listamanna

Í fótspor sr. Bjarna – ljósmyndasýning Menntaskólans á Tröllaskaga

Rauðka kl. 22.00

Tónleikar Hvanndalsbræðra

Siglufjarðarkirkja, sunnudagur 16. október kl.14.00

Hátíðarguðsþjónusta í umsjón presta Fjallabyggðar. Tónlist sr. Bjarna flutt af kirkjukórum Fjallabyggðar, Kór Laugalandsprestakalls í Eyjafirði og Karlakór Siglufjarðar

Texti og mynd: Aðsent



Athugasemdir

06.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst