Björgunarsveitin Strákar var kölluð út í nótt. Myndir og myndband
sksiglo.is | Almennt | 20.03.2014 | 03:03 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1912 | Athugasemdir ( )
Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt
Siglfirðingar eru búnir að finna allhressilega fyrir veðrinu í nótt og
líklega hefur veðurofsinn haldið vöku fyrir mörgum.
Björgunarsveitin Strákar var kölluð út á öðrum tímanum
en þá var að fjúka skúrbygging í bænum auk þess sem ruslatunnur, rusl,grindverk og allt mögulegt og ómögulegt var fjúkandi
út um allan bæ.
Ég kom við í hjá Björgunarsveitinni til þess að tékka
á stöðunni en þá voru strákarnir að koma inn úr útkallinu og fengu sér einn kaffibolla áður en haldið var út
í næsta verkefni. En það var að keyra um bæinn og ath. hvort ruslatunnurnar og annað lauslegt væri að valda tjóni.
Hvar í ósköpunum værum við ef við hefðum ekki
Björgunarsveitirnar?
Hér eru svo nokkrar myndir og eitt stutt myndband til að sýna ykkur hvernig þetta
var hjá strákunum.











Hér er svo örstutt myndband af því hvað Björgunarsveitirnar þurftu
að glíma við í nótt.
Hér er svo slóðin á myndbandið fyrir þá sem eru með ipad og önnur verkfæri sem ekki geta spilað myndbandið beint af síðunni hjá okkur. https://www.youtube.com/watch?v=EVPvx5TTefQ&feature=youtu.be
Athugasemdir