Blakferð til Húsavíkur
sksiglo.is | Almennt | 17.01.2013 | 06:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 392 | Athugasemdir ( )
Blakklúbbarnir Hyrnan og Súlur sóttu Húsavík heim um síðustu helgi en þar var hið árlega Völsungsmót í blaki. Súlurnar spiluðu í annari deild að þessu sinni og enduðu í öðru sæti. Hyrnumenn spiluðu að venju í fyrstu deild og lentu í fjórða sæti eftir æsi spennandi leik við Rima. Ólafur Guðbrandsson nýliði hjá þeim Hyrnumönnum stóð sig með afbrigðum vel á mótinu og ljóst að Hyrnumenn þurfa ekki að kvíða framtíðinni með þennan smassara í sínu liði.
Gunnlaugur Stefán Guðleifsson
Athugasemdir