Öldungamótið í blaki í Fjallabyggð og Dalvík
Öldungamót Blaksambands Íslands verður haldið í Fjallabyggð og Dalvík helgina 28. til 30. apríl.142 lið taka þátt þar af eru 96 kvennalið og 46 karlalið. Fjöldi liða hefur aldrei verið svona mikill á öldungamótum. Liðin frá Siglufirði verða 7 að þessu sinni; 4 kvennalið og 3 karlalið.
Reiknað er með um 1.200 manns í kringum mótið. Spilað verður á 9 völlum: 3 völlum í íþróttamiðstöð hvers bæjarkjarna þar sem sundlaugar og þreksalir eru einnig til staðar. Nú er um að gera að líta inn í íþróttahúsin og fylgjast með gleðinni.
Mótið hefst á laugardagsmorgni og leikið verður langt fram á kvöld bæði laugardag og sunnudag og fram eftir degi á mánudag. Spilaðir verða á fimmta hundrað leikir. Mótið hefur hlotið nafnið Trölli 2012 og heimasíða mótsins er: www.trolli2012.is Boðið verður upp á ýmsa afþreyingu í öllum byggðarkjörnum. Lokahóf verður á mánudagskvöldi í Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði og í Rauðku.
Blaköldungur er með netfangið: oldungur@blak.is
Reglur varðandi Öldungamót BLÍ er að finna á heimasíðu blaksambandsins (http://www.bli.is/)
http://www.trolli2012.is/is/frettir/dagskra-motsins
Texti og mynd: GJS
Athugasemdir