Blakmót Öldunga í Fjallabyggð og Dalvík

Blakmót Öldunga í Fjallabyggð og Dalvík Blakmót Öldunga hefur staðið alla helgina á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík og lýkur í dag. Eins og áður hefur

Fréttir

Blakmót Öldunga í Fjallabyggð og Dalvík

Íþróttamiðstöðin á Dalvík
Íþróttamiðstöðin á Dalvík
Blakmót Öldunga hefur staðið alla helgina á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík og lýkur í dag. Eins og áður hefur verið sagt eru 142 lið sem taka þátt í mótinu eða í kringum 1.100 keppendur, 424 leikir. Það eru blaklið frá öllu landinu sem taka þátt, fjölgun um 16 lið frá síðustu tveimur mótum.

Það er ljóst að svona mót hefðum við ekki geta haldið nema með tilkomu Héðinsfjarðargangna. Fjöldi bíla um göngin meðan á mótunu stendur er um 1000 á sólarhring.

700 manna lokahóf og ball í íþróttahúsinu í kvöld (uppselt) og 150 manna hóf í Rauðku. Þátttakendur hafa gefið skipuleggjendum mikið hrós fyrir góðan undirbúning og alla aðstöðu í sveitarfélögunum. Þeir eru ánægðir með þá þjónustu sem er í boði (veitingarstaði, verslanir o.s.frv.)

Gríðarleg stemmning er í íþróttahúsunum frá morgni til kvölds og í gær lauk t.d. síðustu leikjum eftir miðnætti.

Frábær helgi sem hefur tekist vel í alla staði.



Íþróttahúsið á Dalvík













Íþróttamiðstöðin á Dalvík



Frábær aðkoma að íþróttamiðstöðinni á Dalvík



Íþróttamiðstöðin á Ólafsfirði



Flott aðstaða á Ólafsfirði



Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði











Ólafsjörður



Íþróttahúsið á Siglufirði











Séð í suðurenda á íþróttahúsinu á Siglufirði





Sundhöll og íþróttahús á Siglufirði

Texti og myndir: GJS

Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst