Bókasafn Fjallabyggðar

Bókasafn Fjallabyggðar Miklar breytingar til batnaðar hafa verið gerðar á Bókasafni Siglufjarðar á s.l. ári. Nýr forstöðumaður var ráðinn núna í haust

Fréttir

Bókasafn Fjallabyggðar

Skemmtilegt barnahorn í Bókasafni Siglufjarðar
Skemmtilegt barnahorn í Bókasafni Siglufjarðar

Miklar breytingar til batnaðar hafa verið gerðar á Bókasafni Siglufjarðar á s.l. ári. Nýr forstöðumaður var ráðinn núna í haust og er hann einnig yfir bókasafni Ólafsfjarðar og heitir Rósa Bjarnadóttir bókasafnsfræðingur.

Bókasafn Fjallabyggðar er nú aðili að landskerfi  bókasafna sem er http://www.gegnir.is/ og er búið að setja alla bókatitla inn á Ólafsfirði og er verið að vinna við það hérna á Siglufirði. Einnig er unnið að  heimasíðu fyrir safnið. Því má segja að tæknin hafi heldur betur rutt sér til rúms í gamla bókasafninu okkar og eru útlánin á bókum orðin rafræn.

Bæjarbúar eru hvattir  til að nýta sér þá þjónustu sem safnið hefur uppá að bjóða og er safnkostur mjög góður.


Athugasemdir

16.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst