Bókasafn Fjallabyggðar
Miklar breytingar til batnaðar hafa verið gerðar á Bókasafni Siglufjarðar á s.l. ári. Nýr forstöðumaður var ráðinn núna í haust og er hann einnig yfir bókasafni Ólafsfjarðar og heitir Rósa Bjarnadóttir bókasafnsfræðingur.
Bókasafn Fjallabyggðar er nú aðili að landskerfi bókasafna sem er http://www.gegnir.is/ og er búið að setja alla bókatitla inn á Ólafsfirði og er verið að vinna við það hérna á Siglufirði. Einnig er unnið að heimasíðu fyrir safnið. Því má segja að tæknin hafi heldur betur rutt sér til rúms í gamla bókasafninu okkar og eru útlánin á bókum orðin rafræn.
Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu sem safnið hefur uppá að bjóða og er safnkostur mjög góður.
Athugasemdir