Bókasafnið, og Bókasafnsdagurinn er einmitt í dag 9. sept

Bókasafnið, og Bókasafnsdagurinn er einmitt í dag 9. sept Þar sem ég er yfirleitt upptekin á þeim tíma sem bókasafnið er opið fékk ég hana Ólöfu mína til

Fréttir

Bókasafnið, og Bókasafnsdagurinn er einmitt í dag 9. sept

Þar sem ég er yfirleitt upptekin á þeim tíma sem bókasafnið er opið fékk ég hana Ólöfu mína til þess að kíkja á bókasafnið og taka nokkrar myndir. 

 
Þegar maður var á sínum yngri árum (sem er töluvert langt síðan þó mér finnist það hafa verið í gær) þá eyddi maður drjúgum stundum á Bókasafni Siglufjarðar við lestur, tafl og spil. Ég get ekki neitað því að stundum hefur nú verið full mikill hávaði í yngri gestum bókasafnsins á þessum árum og hugsanlega hef ég einhvern tíman átt einhvern þátt í því þó svo að ég hafi nú yfirleitt verið sá sem var að reyna halda aftur af ólátbelgjunum, allavega svona í minningunni og akkúrat í þessum skrifuðu orðum er ég að pússa geislabauginn.
 
En á bókasafninu er fullt af perlum sem maður ætti að vera miklu duglegri við að nýta sér. Svo er hægt að fara á veraldarvefinn þarna gegn vægu gjaldi, lesa nýjustu dagblöðin og hlusta á hljóðbækur fyrir þá sem það vilja.
 
 
Flott bókasafn sem við Fjallbyggðingar eigum. 
 
Heimasíður Bókasafnsins.
 
 
 
Og svo opnaði vefurinn bokasafn.is í dag
 
Einnig geti þið skoðað viðburðaslánna hjá okkur og skoða hvað er að gerast á bókasafninu í dag. Sjá hér.
 
bókasafnið
 
bókasafnið
 
bókasafnið
 
bókasafnið
 
bókasafnið

Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst