sksiglo.is | Almennt | 01.02.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 653 |
Athugasemdir ()
Föstudaginn 24. janúar var haldið upp á Bóndadaginn á leikskólanum Leikskálum á Siglufirði.
Feðrum, öfum, frændum og bræðrum var boðið að koma í
leikskólann í tilefni Bóndadagsins.
Að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi og allskonar kruðerí.
Það var greinilegt að gestunum leiddist þetta nú alls ekki og mikið var spjallað og hlegið.
Ég þurfti að sjálfsögðu að vera ögn lengur en aðrir gestir
þarna, ég er jú hvort eð er vanur því að bíða eftir dömunum mínum þannig að það var alveg í lagi. Og
það sem mér fannst merkilegast var að þegar pabbarnir, afarnir og bræðurnir voru flest allir farnir var svona frekar rólegt í
leikskólastofunni.
Annars var þetta alveg meiriháttar skemmtilegt og ég hlakka til að fara aftur
að ári.

Addi múr var með þetta allt á hreinu og Heimir Birgis saddur og glaður fyrir aftan Adda.

Jói Mara mætti að sjálfsögðu.

Bella sá um að það vantaði ekkert á veisluborðin.

Heimir kokkur á Hannes Boy var hæst ánægður með þetta allt saman.

Ian og Doddi Bjarna. Doddi var virkilega ánægður með þetta og leikskólakennararnir höfðu ekki við að
bera í hann snitturnar. Svo heyrðist annað slagið, "umm,uummm, rosalega er þetta gott, er til meira?"

Sverrir Jóns og Sigurgeir Haukur mættu að sjálfsögðu.

Janus bað mig um að taka alveg fullt af myndum.

Stelpurnar höfðu ekki undan við að bera fram kræsingarnar. Sjöfn Ylfa og Hanna Þóra sáu um
eldhúsið.

Jói Ott var duglegur að kalla á leikskólakennarana og segja þeim ef það vantaði kaffi.

Sveinn Ástvalds mætti að sjálfsögðu.

Óli Biddýjar var hress og gaf nokkuð drottningarlegt vink.

Ási Tona var mættur.

Atli sötraði kaffi og Baldi Bóasar passaði upp á að barnabarnið kláraði af disknum.

Maggarnir mættu. Maggi faðir Magga í SR til vinstri og svo að sjálfsögðu Maggi í SR.

Daði Guðmunds var að sjálsögðu mættur.

Sveinn og Guðmundur Gauti reittu af sér brandarana.

Höddi Júll mætti fyrstur vildu einhverjir meina. Meira að segja á undan leikskólabörnunum vegna þess
að það var skinkusalat og brauð í boði.
Athugasemdir