Borgardætur með æðislegt show
Á Laugardagskvöldið stigu Borgardætur á stokk á Kaffi Rauðku og fylltu húsið af fólki sem greinilega skemmti sér konunglega.
Húsfylli var á tónleikunum og glumdi í salnum þegar Brogardætur, og Eyþór, reittu af sér brandarana milli frábæra tóna tónlistarinnar enda klárlega meðal skemmtilegustu tónleika á Kaffi Rauðku til þessa. Þegar sérlegur fréttaritari leit inn voru þær einmitt á léttu nótunum að syngja um „þykkvabæjar kartöflurnar“ við mikla hrifningu gesta. Því miður var hann þó ekki með betri myndavél en þetta.
Borgardætur halda nú uppá 20 ára afmæli sitt en það er gaman frá því að segja að Siglfirðingurinn Gunnar Smári tók einmitt upp fyrstu plötuna þeirra, jólaplötuna.
Athugasemdir