Broileraður Lax í Kaffi Rauðku

Broileraður Lax í Kaffi Rauðku Það er ekkert sérstaklega leiðinlegt að fylgjast með Ingunni Björnsdóttur sem er kokkur á kaffi Rauðku.

Fréttir

Broileraður Lax í Kaffi Rauðku

Það er ekkert sérstaklega leiðinlegt að fylgjast með Ingunni Björnsdóttur sem er kokkur á kaffi Rauðku.

 
 Ég átti leið framhjá eldhúsinu hjá henni fyrir stuttu síðan og sýndist mér svona í fljótu bragði og til nokkurar skelfingar vera kviknað í í eldhúsinu hjá henni.
 
 Ég rauk inn í eldhúsið og gerði mig líklegan til að slökkva eld og reykræsta húsið (sem er náttúrlega haugalýgi, ég var að spá í hvort ég ætti að hlaupa út) en það var sem betur fer ekkert alvarlegt á seiði. Ingunn var nefnilega eins og hún segir sjálf "að grilla lax  á broiler". En með þessari aðferð fæst þetta hrikalega góða grill bragð (held ég).
 
 Það var gaman fyrir svona mataráhuga mann eins og mig að fylgjast með henni þar sem hún henti laxastykkjunum á "broilerinn" og grillaði í gríð og erg. Laxinn leit ljómandi vel út og hefur vafalaust verið alveg hrikalega góður.
 
broillax
 
broillax
 
broillax
 
broillax
 
broillax
 
broillax
 
Og svo eitt smá myndband líka.
 


Athugasemdir

03.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst