Brunaliðið í berjamó
sksiglo.is | Almennt | 01.09.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 661 | Athugasemdir ( )
Brunaliðið í berjamó
Ingvar Erlingsson lét mig fá töluvert magn af myndum þar sem Slökkvilið Fjallabyggðar (Brunaliðið í þessu tilfelli) fékk það hlutverk að kveikja í gamla Slysavarnarskýlinu sem var til staðsett á Almenningsnefinu.
Einhverjum fannst þetta vera vitleysa að brenna skúrinn og svosem lítið
í því að gera núna.
Ég persónulega hef líklega verið í þeim hóp, allavega finnst
mér vanta mikið þegar maður keyrir framhjá og skúrinn vantar.
En þessi skúr var víst alveg liðónýtur þannig að
það var lítið annað hægt að gera í stöðunni. Svo er spurning hvort það komi ekki bara nýr skúr þarna, hver veit? Ekki
ég allavega.
En þegar ég var að skoða myndirnar og myndböndin og sá strákana í berjamó auk þess sem þeir kveiktu í skúrnum datt
mér bara eitt lag í hug Zúmmgalígalí!!
Athugasemdir