Brunaliðið í berjamó

Brunaliðið í berjamó Ingvar Erlingsson lét mig fá töluvert magn af myndum þar sem Slökkvilið Fjallabyggðar (Brunaliðið í þessu tilfelli) fékk það hlutverk

Fréttir

Brunaliðið í berjamó

Brunaliðið í berjamó
 

Ingvar Erlingsson lét mig fá töluvert magn af myndum þar sem Slökkvilið Fjallabyggðar (Brunaliðið í þessu tilfelli) fékk það hlutverk að kveikja í gamla Slysavarnarskýlinu sem var til staðsett á Almenningsnefinu.

 
Einhverjum fannst þetta vera vitleysa að brenna skúrinn og svosem lítið í því að gera núna. 
 
Ég persónulega hef líklega verið í þeim hóp, allavega finnst mér vanta mikið þegar maður keyrir framhjá og skúrinn vantar.
 
En þessi skúr var víst alveg liðónýtur þannig að það var lítið annað hægt að gera í stöðunni. Svo er spurning hvort það komi ekki bara nýr skúr þarna, hver veit? Ekki ég allavega.
 
En þegar ég var að skoða myndirnar og myndböndin og sá strákana í berjamó auk þess sem þeir kveiktu í skúrnum datt mér bara eitt lag í hug Zúmmgalígalí!!
 
 


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst