Bungulyftuhúsið komið á sinn stað
sksiglo.is | Almennt | 05.09.2012 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 528 | Athugasemdir ( )
Nýtt Búngulyftu og WC hús komið á sinn stað á skíðasvæðinu á Siglufirði. Farið var með húsið í gær og verður vatn, frárennsli og rafmagn tengt í þessari viku.
Unnið á fullum krafti við undirbúning á Hálslyftu sem mun tengja saman T-lyftysvæðið og Búngusvæðið.
Unnið er að gerð prófíls og á teikningum, meiningin að mæla út fyrir lyftunni og grafa fyrir lyftuspori og undirstöðum fyrir 15. september.
Um leið og eitthvað er að gerast setjum við upplýsingar inn á heimasíðu, sigló.is og facebook.
Texti og myndir: Egill Rögg
Athugasemdir