Byggingartími að hefjast

Byggingartími að hefjast Framkvæmdir við Hótel Sunnu eru nú að fara á skrið og hefur grunnur fyrsta áfangans verið undirbúinn. í dag hefst vinna við að

Fréttir

Byggingartími að hefjast

Óli, verkstjóri Selvíkur við Hótel Sunnu
Óli, verkstjóri Selvíkur við Hótel Sunnu

Framkvæmdir við Hótel Sunnu eru nú að fara á skrið og hefur grunnur fyrsta áfangans verið undirbúinn. í dag hefst vinna við að slá upp mótum og eftir helgi er stefnt að því að steypa.

Óli er verkstjóri Selvíkur ehf. og stýrir því framkvæmdinni á verkstað, segir hann að nú sé bara beðið eftir timbri til að slá upp fyrir grunninum. Vonast hann til þess að hægt verði að steypa strax eftir helgi ef veður leifir en afar heppilegt veðurfar hefur verið fyrir framkvæmdina síðastliðnar vikur þar sem snjó tók allan upp á svæðinu. Óli flutti nýlega til Siglufjarðar ásamt fjölskyldu sinni til að taka þátt í verkefninu og er núþegar kominn á fullt í vinnu.

Litlum vinnuskúrum hefur verið komið upp við höfnina sem ætlað er að anna verkinu fyrst um sinn en þó má reikna með að þeir dugi ekki til lengri tíma þar sem gert er ráð fyrir að um 60 manns starfi við framkvæmdina strax næsta vor.  

Framkvæmdir við Hótel Sunnu


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst