Comensíus, hvað er það?
Comensíusarverkefnið hjá MTR í Ólafsfirði hefur verið tiltölulega áberandi undanfarið enda lauk Menntaskólinn á Tröllaskaga nýlega verkefni í samstarfi við skóla frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi, en hvað er Comensíus?
„Comenius miðar að því að koma á gæðastarfi í skólum og tryggja Evrópuvitund í menntun. Styrkt eru fjölþjóðleg samstarfsverkefni við skóla víðs vegar í Evrópu. Einnig er lögð áhersla á að auka möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar kennara og efla tungumálanám á öllum skólastigum“.
Til að vita meira leituðum við í viskubrunn Ingu Eiríks en hún sá um verkefnið fyrir MTR. „Okkar verkefni snýst um nýtingu á vatni. Þ.e. nemendur eiga m.a. að fræðast um nýtingu og framboð/skort á vatni í þátttökulöndunum. Nemendur ætla í lokin að búa til fræðsludagatal með ljósmyndum og fræðslu um vatnsbúskap þessara landa og selja til styrktar vatnsverkefni í Afríku í samstarfi við Unesco á Ítalíu. Einnig eiga nemendur að kynnast menningu þátttökuþjóðanna og mynda tengslanet við jafnaldra“.
Heimildir: www.lme.is og www.mtr.is
Athugasemdir