Dagsektum beitt til að knýja fram úrbætur
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur nú ákveðið að setja dagsektir á fasteignina Aðalgötu 6 á Siglufirði frá og með 23.september þar sem ekki hefur verið ráðist í nauðsynlegar endurbætur á húsinu en húsið skemmdist mikið í óveðri og stafaði á tíma af því mikil hætta. Þrátt fyrir að klæðning þess hafi verið bundin aftur til að draga lágmarka hættuna er húsið ekki mikið prýði fyrir Aðalgötu en þar hafa mörg hús verið stórlega endurbætt, nú síðast Aðalgata 2 hjá Valgeir.
Bókun nefndarinnar er hér að neðan.
1. 1301100 - Ástand húsa við Aðalgötu 6 og 6b á Siglufirði Á 157. fundi nefndarinnar var ákveðið að fresta fyrirhuguðum dagsektum á eiganda fasteignarinnar að Aðalgötu 6 vegna þess að fyrirliggjandi var áætlun eigenda um að nauðsynlegum endurbótum yrði lokið fyrir 15. ágúst. Nú í dag, 18. september, hefur ekkert verið framkvæmt af verkáætluninni sem eigandinn lagði fram. Því samþykkir nefndin að leggja dagsektir á fasteignina Aðalgata 6 Siglufirði að upphæð kr. 10.000 sem byrja að telja frá og með mánudeginum 23. september næstkomandi.
Athugasemdir