Dans- og söngleikurinn Stöndum saman

Dans- og söngleikurinn Stöndum saman Tuttugu og tveir nemendur úr öllum árgöngum skólans, utan níunda bekkjar, taka þátt í uppsetningu dans- og

Fréttir

Dans- og söngleikurinn Stöndum saman

Leikarahópurinn mynd: tonskoli.fjallaskolar.is
Leikarahópurinn mynd: tonskoli.fjallaskolar.is

Tuttugu og tveir nemendur úr öllum árgöngum skólans, utan níunda bekkjar, taka þátt í uppsetningu dans- og söngleiksins „Stöndum saman“ segir Ólöf Kristín höfundur og sýningarstjóri en frumsýningin verður fimmtudaginn 28.nóvember næstkomandi.

Þema söngleiksins er skólinn okkar, Grunnskóli Fjallabyggðar, og segir þar frá skólalífinu og stefnum skólans. Flestir leikararnir koma úr fjórða bekk eða alls sjö nemendur. Eins og fyrr segir er það Ólöf Kristín sem er höfundur og sýningarstjóri en henni til stuðnings eru Guðmundur Ingi Jónatansson sem sér um leikarahópinn og leiktextagerð og María bjarney Leifsdóttir sem útsetur dansa og þjálfar dansara. Timothy Andrew Knappett útsetur lög ásamt því að vera tónlistar og hljómsveitastjóri en ásamt Ólöfu sér hann einnig um að þjálfa einsöngvara og kór. Hljómsveitin er síðan skipuð kennurum skólans, þeim Tim, Magga, Steina og Guito.

Dans- og söngleikurinn verður settur upp í Tjarnarborg og verður gaman að sjá afrakstur þessa stóra og skemmtilega hóps úr Tónskóla Fjallabyggðar.

Dans- og söngleikurinn "Stöndum saman"

Dans- og söngleikurinn "Stöndum saman"

Dans- og söngleikurinn "Stöndum saman"

Myndir fengnar af vef Tónskólans: tónskoli.fjallabyggd.is 


Athugasemdir

31.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst