Dansskólinn var með danskennslu í síðustu viku. Myndir og myndband
sksiglo.is | Almennt | 12.12.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 434 | Athugasemdir ( )
Danskennslan fór fram í Allanum og þær Harpa Pálsdóttir og Erla
Rut Haraldsdóttir sáu til þess að allir lærðu rétt spor.
Aðeins einn drengur var í dansskólanum að þessu sinni og það er
líklegt að hann verði aðal maðurinn á dansgólfinu í framtíðinni.
Annars voru allir krakkarnir hörkuflottir og það voru reyndar foreldrar og gestir
líka sem tóku þátt í dansinum í lok sýningar við lagið "Glaðasti hundur í heimi" sem var alveg hreint virkilega skemmtilegt að
horfa á.
Ég veit til þess að tveir í lokaatriði sýningarinnar hafa greinilega
þónokkurn grunn í dansi og þá annar þeirra þá sérstaklega Salsa dansi. Ég veit að þið takið eftir því
að hann ber hreinlega af í sambandi við taktvissan limaburð og danshreyfingar og það er greinilegt að um þrautþjálfaðan dansara er að
ræða. Maður veltir því hreinlega fyrir sér hvort dans sé kenndur í Stýrimanna og Vélstjórnarskólanum, því
jú annar þessara hörkudansara er Stýrimaður og hinn Vélstjóri. En annars læt ég ykkur um að dæma danstaktana. Börnin
stóðu sig allavega með stakri prýði.
Flottir dansarar sem Fjallabyggð á og meirháttar skemmtilegt að sjá krakkana
dansa svona vel.





Hér er svo stutt myndband með broti af því sem fyrir augu bar í
danssýningunni.
Athugasemdir