Hjólað í vinnuna
sksiglo.is | Almennt | 23.05.2012 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 166 | Athugasemdir ( )
Kaffiáning verður á Ráðhústorginu Siglufirði í dag 23. maí kl. 15:30 til 16:30 og við Tjarnarborg Ólafsfirði kl. 16 til 17. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla við og fá sér kaffi frá Kaffitár og Kristal frá Ölgerðinni.
Til gaman má geta þess að þemadagur Hjólað í vinnuna verður haldinn í fyrsta skipti. Þemað þennan dag er "Hjólaðu prúðbúin(n) til vinnu" :)En eins og þemað gefur til kynna snýst það um að þátttakendur hjóli prúðbúnir til vinnu og:
•hjóli hægar til að svitna ekki
•prufi t.d. nýja leið
•njóti ferðarinnar og útsýnisins
•bjóði öðrum hjólreiðamönnum góðan daginn
•brosi og hafi gaman af því að hjóla.
Með þessu viljum við skapa létta stemningu og bjóða uppá smá fjölbreytileika meðan á átakinu stendur og er það von okkar að sem flestir taki þátt.
Athugasemdir