Djöflatertan á Skattstofunni.
sksiglo.is | Almennt | 02.05.2013 | 13:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 626 | Athugasemdir ( )
Að fara á Skattstofu Norðurlands Vestra er barasta hin bezta skemmtun og maður kemur
alls ekki hungraður út.
Ég trítlaði mér þarna inn til þess að athuga hvort ég
ætti ekki örugglega eftir að borga einhvern skatt svona rétt fyrir kosningar og háskaðræðistímann.
Þar er tekið á móti mér opnum örmum og mér er boðið upp
á Djöflatertu með rjóma og svo auðvitað mæjónesbrauðköku sem var alls ekki slæmt að fá.
Mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að troða
í mig tertu hjá skattinum og það Djöflatertu með rjóma!
Anna Hermína leiddi mig svo um allt hús og sýndi mér bæði neðri
skrifstofuna sína og svo þessa efri (sem er upp á lofti, mjög kósý gluggalaus penthouse skrifstofa með viðarbitum og skjölum sem skreyta þar
loft og gólf. Það eru víst engir veggir á Penthouse skrifstofunni).
Svo tók ég nokkrar myndir af fólkinu sem þar vinnur sem er eðalfólk
og hjálpar manni eins og mér (sem skilur lítið sem ekki neitt í öllum þessum pappírum og skjölum og útfyllingareyðublöðum og
hvað þetta allt saman heitir) eftir fremsta megni.
Hér koma svo nokkrar myndir.

Kata Freys. Hún er með þetta allt á hreinu.

Anna Hermína á neðri skrifstofunni.

Stína Boga.

Ingvar Hreins.

Anna Hermína með Djöflatertuna sem var alveg hrikalega góð.

Kata aftur. En hún bað um að það væru teknar fleyri myndir af henni en voru
teknar
af Heimi í umfjöllun um Sniglaveisluna í SR. Hann var víst svo grobbinn
þegar hann
sá umfjöllunina.

Anna Hermína á efri skrifstofunni. Mjög notaleg skrifstofa, gluggalsu með
viðarbitum.

Hanna Björns skattstjóri.
Athugasemdir