Dýrt að fara í hraðbanka Arion

Dýrt að fara í hraðbanka Arion Viðskiptavinir Sparisjóðsins sem og annarra fjármálastofnanna þurfa á næstu misserum að greiða töluvert hærra gjald fari

Fréttir

Dýrt að fara í hraðbanka Arion

mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is/Ómar Óskarsson

Viðskiptavinir Sparisjóðsins sem og annarra fjármálastofnanna þurfa á næstu misserum að greiða töluvert hærra gjald fari þeir í hraðbanka eða útibú Arion. Færslugjald Arion verður aukið um 45 krónur, úr 110 krónum í 155 krónur. Á þetta að sjálfsögðu eingöngu við um þá sem ekki eru viðskiptavinir Arion.

Samkvæmt frétt MBL um málið stefna aðrir bankar ekki að því að hækka gjaldtökuna og er því skynsamlegt að velja vel í hvaða banka skal sækja sér pening. Samningur um fast gjald í millibankaþjónustu hefur verið í gangi frá því árið 1997 en hann hefur nú runnið sitt skeið og er fjármálastofnunum nú frjálst að ákveða verðið sjálft. Vert er að benda á að gjaldið er ekki í hlutfalli við úttektarupphæð svo óskynsamlegt er að taka út mjög lágar upphæðir. Þannig munu 500 krónu úttekt úr Arion banka þíða 655 krónu úttekt af reikningnum mínum í Sparisjóðnum þurfi ég að fara í hraðbanka þeirra í næstu bæjarferð.

Nánar má lesa um málið hér á MBL


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst