Fatahreinsunin í Fjallabyggð
sksiglo.is | Almennt | 12.01.2011 | 16:30 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 647 | Athugasemdir ( )
Efnalaugin Lind sf. var stofnuð fyrir 20 árum síðan af Rögnu Hannesdóttur og Kolbrúnu Símonardóttur. Tækin voru upphaflega keypt frá Ólafsfirði og hefur fatahreinsunin verið í tveimur öðrum húsum en er núna staðsett að Aðalgötu 21.
Síðan árið 2003 hefur Lilja Ástvaldsdóttir rekið fatahreinsunina með Rögnu og hafa þær verið í fullu starfi og einnig eru tvær konur í hlutastarfi. Þær hafa séð um þvottinn fyrir Heilbrigðisstofnunina á Siglufirði síðan árið 2003, og þjónustu við fleiri fyrirtæki í bænum. Auk þess að vera með þvottahús og þurrhreinsun fyrir almenning hafa þær verið með mottuþjónustu. Eftir að Héðinsfjarðargöng opnuðu nú í haust hafa Ólafsfirðingar einnig komið og þá sérstaklega núna fyrir jólin því engin fatahreinsun er í austurbænum. Þess má líka geta að þær eru með til sölu rúmföt, dúka, handklæði og margt fleira. Ragna sagði þær stöllur bara vera bjartsýnar á framtíðina svona á þessum síðustu og verstu.
Síðan árið 2003 hefur Lilja Ástvaldsdóttir rekið fatahreinsunina með Rögnu og hafa þær verið í fullu starfi og einnig eru tvær konur í hlutastarfi. Þær hafa séð um þvottinn fyrir Heilbrigðisstofnunina á Siglufirði síðan árið 2003, og þjónustu við fleiri fyrirtæki í bænum. Auk þess að vera með þvottahús og þurrhreinsun fyrir almenning hafa þær verið með mottuþjónustu. Eftir að Héðinsfjarðargöng opnuðu nú í haust hafa Ólafsfirðingar einnig komið og þá sérstaklega núna fyrir jólin því engin fatahreinsun er í austurbænum. Þess má líka geta að þær eru með til sölu rúmföt, dúka, handklæði og margt fleira. Ragna sagði þær stöllur bara vera bjartsýnar á framtíðina svona á þessum síðustu og verstu.
Athugasemdir