Ég skil ekki !
Ég skil ekki hvernig það er hægt að eyða rúmum tveim árum í að vinna umferðaröryggisáætlun fyrir Fjallabyggð
án þess að fullklára verkið !
Ég skil ekki andvaraleysi gagnvart frágangi á endastöð skólarútu við grunnskólann í Norðurgötu !
Ég skil ekki af hverju að það er 50 km. hámarkshraði í gegnum Ólafsfjörð (Aðalgötu), þó að stór hluti
skólabarna í bænum þurfi að fara yfir þá götu, oft í hríð, hálku og dimmviðri !
Ég skil ekki afhverju gangstétt neðsta hluta Aðalgötunnar á Siglufirði (þar sem ég bý, ásamt mínu húsi er
búið í tveimur öðrum húsum á svæðinu) hefur verið mun betur mokuð í vetur en stoppistöð skólarútu við
Snorragötu þar sem umferð er mjög mikil !
Það er margt í umferðaröryggismálum Fjallabyggðar sem mér er óskiljanlegt og mér finnst að embættismenn bæjarins skuldi okkur
skýr svör vegna þeirra.
Ég þekki það af eigin reynslu sem bæjarstjóri á Siglufirði í sjö ár og varabæjarfulltrúi sem sat flesta fundi
bæjarstjórnar í eitt ár að það eru æðstu embættismenn bæjarins sem hafa mest áhrif á hversu hratt
ákvörðunum bæjarstjórnar og nefnda er hrint í framkvæmd.
Á þeim tíma sem ég var bæjarstjóri fór bærinn, Rauði krossinn og fleiri í verkefnið “Vörn fyrir börn”.
Það tók um þrjá mánuði og í tengslum við það voru umferðaröryggismál bætt, leikvellir lagaðir og
öryggismál á skólalóð, leikskólalóð og skíðavæði endurbætt. Á þeim tíma voru starfsmenn við
yfirstjórn mun færri reiknað á hvern íbúa en nú er, þannig að ekki ætti mannekla að tefja þessa vinnu nú.
Ég vona að bæjarstjóri Fjallabyggðar sjái til þess að nú þegar verði bætt úr augljósum annmörkum á
umferðaröryggismálum í bænum ! Það á að vera forgangsverkefni hans að tryggja öryggi barna í umferð sem og annars
staðar í sveitarfélaginu.
Björn Valdimarsson
Athugasemdir