Egils sjávarafurðir ehf.
Egils sjávarafurðir ehf.
Ég kom við í Egils sjávarafurðum ehf. fyrir stuttu síðan.
Þar tók Gústaf Daníelsson á móti mér og
gekk með mér um húsið og sýndi mér hvernig vinnslan gengi fyrir sig.
Reyndar byrjaði þetta á því að ég truflaði hann í þrifum og ég verð að taka það fram hvað vinnslan er flott og snyrtileg, en þið eigið að sjálfsögðu eftir að sjá það á myndum.
Vinnslan byrjar þannig að fiskurinn kemur heill í hús. Þaðan fer hann í
flökun, og það er allt handflakað. Því næst er hann beinhreinsaður, settur í
saltpækil sem hann þarf að liggja í í ákveðin tíma og svo í reyk.
Þegar hann kemur úr reyknum fer hann inn á
vinnslulínu þar sem hann er skorinn og honum svo að lokum pakkað og settur í
frost. Ég fékk nú reyndar smá smakk hjá þeim og ég vægast sagt ljómaði af
ánægju. Þvílíkt lostæti.
Mest allar afurðirnar sem koma frá Egils sjávarafurðum fara á erlendan
markað en þó fer eitthvað á íslenskan.
Og ef þú ert einhverstaðar í útlöndinu og lest þennan texta mæli ég hiklaust
með því að þú smellir þér á reykta laxinn frá Egils Sjávarafurðum. Já og að
sjálfsögðu ef þú sérð vörurnar í verslunum hér.
Mér finnst þetta meira en lítið spennandi en þó sérstaklega af því að þetta
viðkemur einhvers konar mat. Og lax er sko alls ekki slor matur.
Athugasemdir