Eldri KS ingar á pollamóti Þórs á Akureyri

Eldri KS ingar á pollamóti Þórs á Akureyri Nú um liðna helgi tóku gamlir KS ingar þátt í árlegu Pollamóti Þórs á Akureyri. KS ingarnir kepptu í

Fréttir

Eldri KS ingar á pollamóti Þórs á Akureyri

Nú um liðna helgi tóku gamlir KS ingar þátt í árlegu Pollamóti Þórs á Akureyri. KS ingarnir kepptu í Öðlingaflokk ( 45 ára og eldri ) ásamt KR , Gróttu  og Þór Akureyri.

Spiluð var tvöföld umferð og eftir það úrslitaleikur. KS og KR spiluðu úrslitaleik á aðalvelli Þórs á laugardegi kl 17.00.  KS vann leikinn 2 - 1  og urðu því meistarar í öðlingaflokk annað árið í röð. Hafþór Kolbeinsson skoraði bæði mörk KS.

Nokkrar myndir af KS ingunum og stuðningsmönnum ( krökkum ).

Geta má þess að Guðmundur Þorgeirsson ( elsti maður mótsins ) fylgdi KS alla helgina. Hann spilar ekki mikið með í dag en mætir alltaf á mótin.


Texti og myndir: Alli Arnars




Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst