Elfar Logi les upp ljóð á Ljóðasetrinu í dag sunnudag klukkan 17:00 Allir velkomnir
Minnum á að leikarinn Elfar Logi Hannesson verður á Ljóðasetrinu í dag kl. 17.00 og flytur okkur dagskrá sem hann kallar Þulur og glímuskjálfti. Þar fjallar hann um skáldkonuna Theodóru Thoroddsen og barnabarn hennar, skáldið og lífskúnstnerinn Dag Sigurðarson, og les úr verkum þeirra.
Ath. Klukkan 16.00 á að vígja minnisvarðann um sr. Bjarna Þorsteinsson við Siglufjarðarkirkju.
Lifandi viðburðir alla daga á Ljóðasetrinu í boði Sparisjóðs Siglufjarðar og Menningarráðs Eyþings.
Ókeypis aðgangur að setrinu - mæta og njóta, aftur og aftur.
Athugasemdir