Maður fannst grafinn í fönn í Skarðsdal

Maður fannst grafinn í fönn í Skarðsdal Um síðustu helgi komu leitarhundar víðs vegar af Norðurlandi til að leita að manni sem grafinn var í fönn í

Fréttir

Maður fannst grafinn í fönn í Skarðsdal

Um síðustu helgi komu leitarhundar víðs vegar af Norðurlandi til að leita að manni sem grafinn var í fönn í Skarðsdal.

Það kom reyndar til af góðu, því þarna var verið að þjálfa hunda til leitar í snjó, og voru til þess grafnar nokkar holur í snjóinn, lifandi maður í vetrarklæðum settur í holu, mokað yfir og hundar æfðir í að finna manninn.  Maðurinn þarf að vera vel klæddur því æfingarnar geta tekið nokkra klukkutíma. Egill Skarðsjarl sá um að útbúa æfingasvæði neðst á skíðasvæðinu.

Hundarnir komu að þessu sinni frá Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Svalbarðseyri, Akureyri og Húsavík.  Þetta var aðeins upphafið að vetrarstafinu í þessari þjálfun, en framundan eru nokkrar stórar æfingar leitarhunda, 26. - 27. janúar verður stór æfing í Norðfirði, síðan verða nokkrar hér á Siglufirði í vetur, og á Dalvík verður sérstakt fagnámskeið í snjóflóðaleit.

Um þessar mundir er verið að þjálfa fjóra leitarhunda í Fjallabyggð, þar af eru tveir á útkallslista Landsbjargar.

Leitarhunda þarf að þjálfa í 3 til 5 ár, byrjað er að þjálfa þá allt niður í 4 mánaða gamla og betra að byrja fyrr en seinna.  Oftast eru það Labrador eða Border-Collie hundar sem eru þjálfaðir til leita,  einnig eru til góðir leitarhundar af blönduðu kyni.

Seinna í vetur verður hér á Sigló úttekt á leitarhundum af öllu landinu, sem felst í því að hundarnir taka próf, og er skipt í A, B, C og D flokka.  A hundar eru á útkallslista björgunarsveitanna.

Leitarhundar er deild innan Landsbjargar og þar eru einnig björgunarhundar.  Markmiðið er í báðum tilfellum að finna fólk sem hefur týnst.

Allir leitarmenn á svæðinu eru með "ýli" og talstöð, sem þykja sjálfsögð öryggistæki þegar leitað er í snjó og víðar.

Til er vefsíðan www.leitarhundar.is fyrir þá sem vilja fylgjast með starfinu.

Hér eru nokkrar myndir frá æfingunni á Siglufirði.

Myndir og texti: GSH


Athugasemdir

25.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst