Skíðadegi SPS slegið á frest
sksiglo.is | Almennt | 10.04.2013 | 12:19 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 234 | Athugasemdir ( )
Sparisjóður Siglufjarðar hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum skíðadegi vegna veðurs. Hann verður haldinn við fyrsta tækifæri sem gefst en tilkynning um nýja dagsetningu verður birt síðar.
Sparisjóðurinn hyggst bjóða frítt á skíði í Skarðsdal fyrir alla íbúa Fjallabyggðar og gesti þeirra. Boðið mun verða upp á akstur frá Ólafsfirði og Siglufirði. Allur búnaður (skíði og bretti) er lánaður gjaldfrjálst á meðan birgðir endast. Boðið verður upp á grillaðar pylsur, svala og kaffi.
Athugasemdir