Snjóboltinn í Fjallabyggð

Snjóboltinn í Fjallabyggð „Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó........“ Íslandsmótið í 1.deild karla í knattspyrnu hefst eftir 12 daga eða 9. maí.

Fréttir

Snjóboltinn í Fjallabyggð

Mikill snjór. Ljósmyndari Róbert Haralds.
Mikill snjór. Ljósmyndari Róbert Haralds.

Fyrsti heimaleikur KF-knattspyrnufélags Fjallabyggðar er í bikarkeppninni mánudaginn 13. maí. Þessar skemmtilegu myndir eru af völlum KF-manna í Fjallabyggð. Meistaraflokkur og 2.flokkur voru á æfingu í gær á sparkvellinum á Ólafsfirði. Þjálfari liðsins Lárus Orri Sigurðsson sendi leikmönnum sms-skilboð fyrr um daginn, þar stóð m.a.  „....50 armbeygjur fyrir þá sem ekki mæta með skóflu...“   Leikmenn þurftu að hefja æfinguna á að moka snjó af vellinum!

Langtíma veðurspáin er ekki beint hliðholl fótboltamönnum fyrir norðan. Norðan-áttir og meiri snjór í kortunum. Miðað við stöðuna eins og hún er í dag, þá eru ekki miklar líkur á því að spilað verði á grasi í Fjallabyggð í bráð.

Snjóbolti

Snjóbolti

Snjóbolti

Snjóbolti

Snjóbolti

Myndir og texti. Róbert Haralds.


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst